Mynsturkennsl
Námsefni í íslensku og stærðfræði þar sem áhersla er lögð á gagnrýna hugsun og námsvitund nemenda, með aðferðum þrautalausna og lausnaleitarnáms.
Vaxtarhugarfar
Einstaklingsmiðað
Leiðsagnarnám
Námsmat
Útfyllt
Ýttu á bókina til að búa til afrit af Google sheets skjalinu
Útfyllt skjal
Skjal með völdum hæfniviðmiðum aðalnámskrár sem brotin hafa verið niður í árangursviðmið
Óútfyllt
Ýttu á bókina til að búa til afrit af Google sheets skjalinu
Óútfyllt skjal
Skjal með völdum hæfniviðmiðum aðalnámskrár sem eftir á að brjóta niður í árangursviðmið
Námsmatið byggir á hæfniviðmiðum aðalnámskrár, og í anda leiðsagnarnáms er búið að brjóta þau niður í viðmið um árangur. Tilvalið er að láta nemendur velja sér sín eigin viðmið um árangur.
Um er að ræða Google Sheets skjal þar sem bæði nemendur og kennarar geta hakað við þegar markmiði er náð. Skjalinu er skipt eftir greinum og undirköflum greina til að auðvelta leit í Mentor.
Verkefnin
Verkefnin eru þrettán; fimm sem leggja áherslu á stærðfræði og átta sem leggja áherslu á málfræði. Í lokin er svo mælt með ígrundun. Ýtið á viðeigandi reit fyrir verkefnalýsingu.
Nemendur eða kennarar geta valið í hvaða röð þau eru unnin, en tillögu að verkáætlun má sjá hér að neðan.
Fibonacci
talnarunubrella
Beygingar-endingar
nafnorða
Stigbreyting lýsingarorða
Slettur: Fallorð
Slettur: Sagnorð
Bullorð 1
Bullorð 2: Orðflokkar
Barnamál
Máltaka barna
Gullinsnið og spíralar í náttúrunni
Ígrundun
Stór hluti leiðsagnarnáms leggur áherslu á námsvitund (e. meta-cognition). Því er æskilegt að fá nemendur til að ígrunda það sem þeir hafa lært og jafnvel bera saman og rýna enn frekar í þessi verkefni sem þeir unnu.
Hér að neðan eru tillögur að ígrundunarspurningum sem mælt er með að bera undir nemendur í lokin.
1
Hver er helsti munurinn á mynstrum sem má finna í stærðfræði og þeim sem finnast í málfræði? Af hverju heldur þú að svo sé? Berðu saman mynstrin og gefðu dæmi.
2
Gæti málfræði farið eftir svipuðum mynstrum/lögmálum og stærðfræði? Hvernig myndi slíkt tungumál líta út? Myndi það ganga upp? Hvernig myndi það þróast?
3
Hvernig heldur þú að stærðfræði gæti litið út með mynstrum/reglum málfræðinnar? Myndi það ganga upp? Hvernig myndi heimurinn líta út?
Gangi ykkur vel
Höfundar síðunnar og alls sem hún inniheldur eru Andrea Sif Sigurðardóttir og Guðborg Gná Jónsdóttir
andreasifsig@gmail.com
gnajonsdottir@gmail.com